top of page
Search

RSL Iceland International 2022 - Aflýst

bsí


Badmintonsamband Íslands þykir leitt að tilkynna að RSL Iceland International 2022 hefur verið aflýst. Allt stefndi í skemmtilegt mót þar sem 175 erlendir keppendur og yfir 40 íslenskir keppendur myndu etja kappi ásamt þáttöku 60 manna starfsliði. Einmitt vegna þessa fjölda varð verkefnið enn flóknara í umsvifum.


Margt hefur verið að trufla undirbúning mótsins og þá sérstaklega flækjustig vegna sóttvarna og ráðstafana vegna þeirra.


Undanþágubeiðni um fjöldatakmörkun í salnum hefði ekki verið tekin fyrir fyrr en eftir 12.janúar þegar ný reglugerð tekur gildi, en þá erum við komin innann þeirra marka að þurfa að greiða bætur til keppenda vegna kostnaðar við þeirra tilhögun í kringum mótið.


Vegna þessa þátta, hefur stjórn Badmintonsamnds Íslands, ákveðið að aflýsa mótinu.


Með kveðju

Fyrir hönd stjórnar Badmintonsamband Íslands

Kristján Daníelsson, formaður

 
 
 

Comentários


©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM

  • facebook
bottom of page