Reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar nr. 1484/2021 sem hefði átt að falla úr gildi í dag, þann 12. Janúar, hefur verið framlengd um þrjár vikur. Reglur sérsambanda gilda því óbreyttar áfram næstu þrjár vikurnar eða þar til annað kemur í ljós.
Helstu reglur er snerta íþróttahreyfinguna eru eftirfarandi:
Almennar fjöldatakmarkanir eru 20 manns.
Heimilaður fjöldi á íþróttaæfingum og keppnum barna og fullorðinna er 50 manns.
Allt að 200 manns geta verið í hverju hólfi í áhorfendastúkum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum er m.a. fela í sér notkun hraðprófa.
Allt að 50 manns geta verið í hverju hólfi í áhorfendasvæðum þar sem hraðpróf eru ekki notuð en þó að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Sundstaðir, líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði geta tekið á móti allt að 50% af leyfilegum hámarksfjölda gesta.
Nánar er hægt að lesa um reglur og leiðbeiningar í íþróttahreyfingunni hér á heimasíðu ÍSÍ þar sem reglur sérsambanda eru birtar.
Íþrótta- og Ólympíusamband Ísland hvetur alla til þess að gæta vel að persónubundnum sóttvörnum áfram ásamt því að huga að líkamlegri og andlegri heilsu með því að hreyfa sig reglulega.
Comments