top of page
Search
bsí

Nýjar dagsetningar fyrir Íslandsmótin




Búið er að staðfesta nýjar dagsetningar fyrir Meistaramót Íslands og Íslandsmót unglinga. Vill BSÍ koma á framfæri þökkum til ÍA og TBR sem brugðust hratt og vel en félögin halda mótin í samstarfi við sambandið.


Íslandsmót unglinga fer fram 14. – 16. maí 2021 ( haldið á Akranesi, ÍA)

Meistararmót Íslands fer fram 28. – 30. maí 2021 ( haldið í Reykjavík, TBR)


Þetta er að sjálfsögðu bundið við það að mótahald verði aftur orðið leyfilegt.


Uppfærða mótaskrá má finna hér > https://www.badminton.is/motaskra


Þá þökkum við einnig BH fyrir sem var tilbúið til að færa sitt mót (Snillingamót BH) svo hægt væri að halda Íslandsmót unglinga þessa helgi. Búið er að færa Snillingamót BH á sömu helgi og Bikarmót BH. Þetta má einnig sjá í uppfærðri mótaskrá.

174 views0 comments

Recent Posts

See All

コメント


bottom of page