Uppfærð mótaskrá 2024 og mótaskrá 2025, með mögulegum Deildakeppnisdögum eru komnar á heimasíðu BSÍ.
Ákveðið hefur verið að breyta skipulagi unglingamóta tímabilið 2024 - 2025 og í mótaskránum kemur fram hvernig hvert unglingamót verður.
Mótareglum BSÍ verður breytt í samræmi við þessar breytinga á unglingamótunum og um leið og því er lokið verða þær birtar á heimasíðunni.
Ennþá er verið að vinna í skipulagi Deildakeppni BSÍ 2024 - 2025 en þegar hefur verið ákveðið að hafa aðeins 2 - 3 Deildakeppnisdaga yfir allt tímabilið. Mögulegir dagar eru í mótaskránum.
Commentaires