Íslandsmót unglinga verður haldið í TBR húsinu, Reykjavík, um næstu helgi, 14 – 16 apríl 2023. Badmintonsamband Íslands og Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur sjá í sameiningu um framkvæmd og skipulagningu mótsins.
162 keppendur eru skráðir til leiks og fjöldi leikja er 298.
Keppt verður í öllum flokkum unglinga; U11, U13, U15, U17 og U19, í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik.
Í einliðaleik verða A og B flokkar í U13-U19 en í U11 flokknum verður bara einn flokkur í einliðaleik. Í öllum flokkum í einliðaleik verður keppt í riðlum.
Í tvíliða- og tvenndarleik U11-U19 verður aðeins A flokkur og er fyrirkomulagið þar hreinn útsláttur.
Í U11 fá allir keppendur þátttökuverðlaun.
Upplýsingar um mótið, leikir og tímasetningar er á tournament software, Tournamentsoftware.com
Áætluð dagskrá mótsins er eftirfarandi;
Föstudaginn 14 apríl; 17:30 - 21:30
U13 og U15 einliðaleikir
Laugardaginn 15 apríl; 09:00 - 18:00
Allir flokkar, spilað fram að undanúrslitum
Sunnudaginn 16 apríl; 09 - 12:00
Undanúrslit í öllum flokkum
Sunnudaginn 16 apríl; 12 - 16:30
Úrslit í öllum flokkum og verðlaunaafhendingar
Yfirdómari mótsins er Laufey Sigurðardóttir og mótsstjóri er Unnur Einarsdóttir.
Áætlað er að streyma frá 4 völlum á mótinu en nánari upplýsingar um streymi munu birtast á tournament software þegar mótið hefst.
Upplýsingar um mótið veitir;
Laufey Sigurðardóttir
Mótastjóri Badmintonsambands Íslands
GSM: 867-6122
Comments