Unglingamót Aftureldingar og ÍGF 2025 verður haldið í íþróttamiðstöðinni að Varmá við Skólabraut, Mosfellsbæ, um næstu helgi, 15 - 16 febrúar.
Alls eru 125 þátttakendur skráðir í mótið.
Keppt verður í einliðaleik í aldursflokkum U9 og U11 og
í einliða- og tvíliðaleik í aldursflokkum U13, U15, U17 og U19
skv. nýju keppnisfyrirkomulagi BSÍ.
Mótsgjald fyrir U13 - U19 í einliðaleik er 3.000 kr en 2.500 kr fyrir tvíliðaleik.
Mótsgjald fyrir U9 og U11 er 1500 kr.
Allar upplýsingar um mótið, leiki og tímasetningar er að finna á tournament software
f.h. Badmintondeildar Aftureldingar
Þorvaldur Einarsson (Tolli): 691-5469

Comments