top of page
Search
laufey2

MEISTARAMÓT ÍSLANDS 2023 hefst í dag í íþróttahúsi BH við Strandgötu, í Hafnarfirði.

Updated: Apr 26, 2023

Meistaramót Íslands hefst dag, miðvikudaginn 26 apríl n.k. og stendur til laugardagsins 29 2023. Mótið verður haldið í samvinnu við Badmintonfélag Hafnarfjarðar í íþróttahúsinu við Strandgötu, í Hafnafirði.


Keppt verður í öllum greinum í eftirfarandi flokkum: Úrvalsdeild, 1. deild og 2. deild.


Tímasetningarmótsins eru eftirfarandi:

  • Miðvikudag 26 apríl; kl. 17:30 - 21:30

  • Fimmtudag 27. apríl; kl. 17:00 - 21:30.

  • Föstudag 28. apríl; kl. 16:00 - 21:00.

  • Laugardaginn 29 apríl; kl. 09:00 - Úrslit í 1. og 2. deild kl. 1300 - Úrslit í Úrvalsdeild

Laugardaginn 29. apríl kl. 12:30 verða verðlaun veitt fyrir Deildakeppni

BSÍ 2022 - 2023, fyrir 1 og 2 sæti í öllum deildum.


Bein útsending verður alla helgina á Youtube rás Badmintonsambands Íslands - Badminton Iceland;



Glæsilegt lokahóf Badmintonsambands Íslands verður haldið laugardagskvöldið 29. apríl 2023 og lýkur skráningu 26 apríl. Hófið er auglýst á heimasíðu BSÍ og í íþróttahúsunum.



Mótsstjóri er Kristján Daníelsson.

Yfirdómari er Laufey Sigurðardóttir.


Hvetjum allt áhugafólk um badminton til að mæta í Hafnafjörðinn og horfa á besta badmintonfólk landsins keppa.


Allar upplýsingar um mótið má finna á Tournament Software





342 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page