top of page
Search

Minnum á MEISTARAMÓT ÍA 2022, um næstu helgi - 22-23 okt., á Akranesi

laufey2

Meistaramót ÍA (áður Atlamót) verður haldið í íþróttahúsinu á Vesturgötu, Akranesi, um næstu helgi, 22-23 okt. Mótið er hluti af mótaröð BSÍ 2022 - 2023 og gefur stig á styrkleikalista fullorðinna.


Keppt verður í Úrvalsdeild, 1. deild og 2. deild. Keppt verður í öllum greinum í öllum deildum.


Riðlar í öllum greinum (réttur til að breyta keppnisfyrirkomulagi í samræmi við skráningu er áskilinn).


Áætlað er að keppni í tvíliða- og tvenndarleik fari fram annan daginn og keppni í einliðaleik hinn daginn.



Þátttökugjald er kr. 3500 í einliðaleik og kr. 3000 pr. mann í tvíliðaleik og tvenndarleik.


Athugið að íþróttahúsið á Vesturgötu er hnetu- og fiskfrítt svæði og er stranglega bannað að koma með harðfisk og allar vörur sem innihalda hnetur. Collab inniheldur fiskiafurð og er því bannað.


f.h. Badmintonfélags Akraness


Irena Rut Jónsdóttir, s.8681383


 
 
 

Comentários


©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM

  • facebook
bottom of page