Meistaramót Badmintonfélags Hafnarfjarðar og RSL verður haldið í Íþróttahúsinu við Strandgötu um aðra helgi, 15.-17. nóvember 2024. Mótið er hluti af mótaröð BSÍ og gefur stig á styrkleikalista sambandsins.
Keppt verður í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik í eftirtöldum deildum:
• Úrvalsdeild
• 1. deild
• 2. deild
Keppt verður í riðlum í einliðaleik og hreinn útsláttur í tvíliða- og tvenndarleik. Reikna má með að keppni í einliðaleik hefjist á föstudag kl.17 og ljúki á laugardag. Þá er stefnt að því að spila tvenndarleik eftir hádegi á laugardag og tvíliðaleik á sunnudag.
Nánari dagskrá verður birt mánudaginn 11.nóvember.
Skráningarfrestur rennur út á morgun, föstudaginn 8.nóvember. Skráningar skulu sendar á excel skráningarformi BSÍ á netfangið bh@bhbadminton.is.
Mótsgjöld eru 5.000 krónur fyrir einliðaleik og 4.000 kr á mann í tvíliða- og tvenndarleik.
Glæsileg verðlaun að venju frá samstarfsaðilum BH. Spilað verður á keppnismottum félagsins og boðið uppá beina útsendingu og lifandi úrslit á Youtube.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest í Hafnarfirði.
Badmintonfélag Hafnarfjarðar badmintonfelag.is
Nánari upplýsingar veitir:
Anna Lilja s. 868 6361
Comments