Meistaramót Badmintonfélags Hafnarfjarðar og RSL verður haldið í Íþróttahúsinu við Strandgötu um næstu helgi, 24.- 26. nóvember 2023. Mótið er hluti af mótaröð BSÍ og gefur stig á styrkleikalista sambandsins.
Gróf dagskrá er eftirfarandi:
Föstudagur kl.17-22 - Einliðaleikur - hreinn útsláttur Laugardagur kl.10-16 - Tvenndarleikur - riðlar og 2 lið úr hverjum riðli áfram í útslátt Sunnudagur kl.10-17 - Tvíliðaleikur - riðlar og 2 lið úr hverjum riðli áfram í útslátt
Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja má finna hér og nánari upplýsingar um mótið má finna á facebooksíðu mótsins
Glæsileg verðlaun að venju frá samstarfsaðilum BH og má ætla að verðmæti þeirra séu um 550 þúsund krónur. Spilað verður á keppnismottum félagsins og boðið uppá beina útsendingu og lifandi úrslit á Youtube.
Upplýsingar um mótið veitir Anna Lilja Sigurðardóttir.
Commenti