Meistaramót Badmintonfélags Hafnarfjarðar og RSL verður haldið í Íþróttahúsinu við Strandgötu um næstu helgi, 18.- 20. nóvember 2022. Mótið er hluti af mótaröð BSÍ og gefur stig á styrkleikalista sambandsins.
Keppt verður í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik í eftirtöldum deildum:
• Úrvalsdeild
• 1. deild
• 2. deild
Gróf dagskrá mótsins er eftirfarandi:
Föstudagur 18. nóvember kl. 16-22 - Einliðaleikur - riðlakeppni í öllum deildum
Laugardagur 19. nóvember kl. 9-13 - Einliðaleikur - riðlar og útsláttur kl.13-19 - Tvíliðaleikur - riðlar
Sunnudagur 20. nóvember kl.10-18 - Tvíliða og tvenndarleikur
Mótsgjöld eru 4.000 krónur á mann í einliðaleik og 3.000 krónur á mann í tvíliða- og tvenndarleik. Glæsileg verðlaun að venju frá samstarfsaðilum BH og spilað á keppnismottum félagsins.
Badmintonfélag Hafnarfjarðar badmintonfelag.is
Nánari upplýsingar veitir: Anna Lilja s. 868 6361
Mótið er á tournament software á eftirfarandi slóð;
og á eftirfarandi facebook slóð;
Comments