Meistaramóti Íslands í badminton 2023 lauk nú síðdegið með úrslitaleikjum í Úrvalsdeild, en mótið var haldið í samstarfi við Badmintonfélag Hafnarfjarðar í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði.
Nýjir íslandsmeistarar voru krýndir á mótinu á ár, þar á meðal Gerda Voitechovskaja sem sigraði Sigríði Árnadóttur í hörkuspennandi leik, en leiknum lauk með sigri Gerdu í þremur lotum 21-19, 22-24 og 21-15.
Daníel Jóhannesson varði titil sinn frá því í fyrra og þann þrijða í röð gegn Kára Gunnarssyni sem unnið hefur titilinn níu sinnum, en leikurinn fór 21-13 og 21-14.
Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Sigríður Árnadóttir og Arna Karen Jóhannsdóttir þær Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttur og Unu Hrund Örvar 21-4 og 21-12.
Í tvíliðaleik karla sigruðu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson þá Bjarka Stefánsson og Daníel Thomsen 21-7 og 21-11.
Síðasti leikur dagsins var tvenndarleikur en þar öttu kappi Davíð Bjarni Björnsson og Arna Karen Jóhannsdóttir annars vegar og Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir hins vega og fór svo að Davíð Bjarni og Arna Karen höfðu betur í tveimur lotum 21-11 og 21-17. Eru Davíð Bjarni og Arna Karen því tvöfaldir Íslandsmeistarar í badminton 2023.
Badmintonsamband Íslands óskar öllu Íslandsmeisturum til hamingju með titlana.
Comments