Meistaramót Íslands 2025 komið á netið
- laufey2
- 1 day ago
- 1 min read
Meistaramót Íslands 2025 fer fram í TBR 24. - 26. apríl n.k. í samvinnu Badmintonsambands Íslands og Tennis- og Badmintonfélags Reykjavíkur.
Alls eru 125 leikmenn skráðir til leiks og leiknir verða 136 leikir.
Mótið hefur nú verið birt á tournament software
Gróf dagskrá er eftirfarandi;
Fimmtudagur 24. apríl (sumard.fyrsta) hefst keppni kl. 10:00 - c.a. 17:30
Föstudaginn 25. apríl hefst mótið kl. 16:00 og er til c.a. 21:00.
Leikið verður fram að úrslitum í öllum deildum og greinum.
Laugardaginn 26.apríl hefjast úrslit í 1.og2.deild kl. 9
og Úrslit í Úrvalsdeild kl. 13:00.
Laugardagskvöldið 26. apríl verður svo glæsilegt lokahóf Badmintonsambands Íslands
Hlökkum til að sjá sem flesta í TBR að horfa á besta badmintonfólk landsins.

Comments