top of page
Search
laufey2

Meistaramót Íslands 2024, 26.apríl - Dagur 2

Updated: Apr 27, 2024

Meistaramót Íslands hélt áfram í dag, föstudaginn 26. apríl, í íþróttahúsinu við Strandgötu, í Hafnafirði.


Badmintonfélag Hafnafjarðar sér um umgjörð mótsins ásamt Badmintonsambandi Íslands. BH er einnig með sölu á RSL vörum og frábæra sjoppu með ýmsu góðgæti.


Dagur 2 hófst kl. 16:00 og stóð keppni til 21:30. Margir spennandi og góðir leikir voru í dag og mjög vel var mætt í húsið til að hvetja og horfa á frábært badminton.


Hægt er að sjá alla leiki og öll úrslit á Tournament software og myndir á facebook síðu Badmintonsambandsins.


Á morgun, laugardaginn 27. apríl eru úrslit í öllum deildum og flokkum;


kl. 09:00 verða úrslitaleikir í 1. og 2.deild, bæði karla og kvenna.

kl. 10:00 verða úrslitaleikir í tvíliðaleik í 1. og 2. deild, bæði karla og kvenna.

kl. 11:00 verða úrslitaleikir í tvenndarleik, í 1. og 2. deild.

Verðlaunaafhending verður eftir lok allra leikja í hverri umferð.


kl. 12:30 verður verðlaunaafhending fyrir Deildakeppni BSÍ 2023 - 2024, í öllum deildum.


kl. 13:00 hefjast úrslit í Úrvalsdeild en röð leikjanna er eftirfarandi;

  1. Tvenndarleikur: Kristófer Darri Finnsson og Drífa Harðardóttir TBR/ÍA gegn Davíð Bjarna Björnssyni og Örnu Karen Jóhannsdóttur TBR

  2. Einliðaleikur kvenna: Sigríður Árnadóttir TBR gegn Gerdu Voitechovskaja BH

  3. Einliðaleikur karla: Róbert Þór Henn TBR gegn Kára Gunnarssyni TBR

  4. Tvíliðaleikur karla: Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson TBR gegn Daníel Jóhannessyni og Jónasi Baldurssyni TBR

  5. Tvíliðaleikur kvenna: Sigríður Árnadóttir og Arna karen Jóhannsdóttir TBR gegn Drífu Harðardóttir og Gerdu Voitechovskaja ÍA/BH





134 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page