Meistaramót Íslands hófst í gær, sumardaginn fyrsta, 25. apríl, í íþróttahúsinu við Strandgötu, í Hafnafirði.
Badmintonfélag Hafnafjarðar sér um umgjörð mótsins ásamt Badmintonsambandi Íslands og er Strandgatan glæsileg. BH er einnig með sölu á RSL vörum og frábæra sjoppu með ýmsu góðgæti.
Dagur 1 hófst kl. 9 og stóð keppni til 20:30. Mikið var af spennandi og góðum leikjum og mjög vel var mætt í húsið til að hvetja og horfa á frábært badminton.
Hægt er að sjá alla leiki og öll úrslit á Tournament software
Kommentare