Meistaramót Íslands verður haldið dagana 7. – 9. apríl 2022. Mótið verður haldið í húsum Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur, Gnoðarvogi 1, Reykjavík. Keppt verður í eftirfarandi flokkum: Úrvalsdeild, 1. deild og 2. deild.
Áætlað er að keppni hefjist kl. 19:30 á fimmtudeginum 7. apríl, kl. 17:00 föstudaginn 8. apríl og kl. 9:00 laugardaginn 9. apríl. Tímasetningar geta þó breyst út frá fjölda skráninga.
Stefnt er að því að vera með livestream frá mótinu.
Lokahóf BSÍ
Lokahóf Badmintonsambands Íslands verður haldið laugardagskvöldið 9. apríl kl. 20:30 á veitingastaðnum Bryggjan Steikhús, Grandagarði 2. Fordrykkur og léttar veitingar verða á boðsstólnum en auk þess verður hægt að versla drykki á barnum. Verðlaunaafhending, skemmtiatriði og DJ. Aldurstakmark 18 ára. Miðaverð er 4.900 kr. sem greiða þarf með millifærslu í síðasta lagi 3. apríl. Sjá nánari upplýsingar í meðfylgjandi auglýsingu um Lokahóf BSÍ.
Mótsstjóri er Kristján Daníelsson.
Yfirdómari er Laufey Sigurðardóttir.
Commentaires