top of page
Search
bsí

Meistaramót Íslands 2021




Um næstu helgi (28. - 30. maí) fer Meistarmót Íslands 2021 fram í húsum Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur við Gnoðarvog 1. Badmintonsamband Íslands heldur mótið í samstarfi við TBR.

91 keppendi eru skráðir til leiks frá 6 félögum.


Fjöldi keppenda eftir félögum :

TBR = 49

BH = 30

UMFA = 4

ÍA = 4

KA = 3

Hamar = 1


Sýnt verður beint frá öllum völlum á meðan mótinu stendur á youtube rás Badmintonsambandsins og hvetjum við alla til að fylgjast vel með þar.

Smellið hér til að fara á youtube rásina.


Gróf dagskrá helgarinnar verður eftirfarandi :


Föstudagur :

18:00 - 20:30 : 16 liða úrslit


Laugardagur :

09:30 – 14:30 : 8 liða úrslit

15:00 – 18:00 : Undanúrslit


Sunnudagur :

10:00 – 12:30 : Úrslit í A. og B. flokkum

13:30 – 17:30 : Úrslit í Meistaraflokki


Eftirfarandi reglur gilda á meðan mótinu stendur :

  • Allir ganga inn um aðalinngang TBR sem snýr út að Glæsibæ

  • Grímuskylda er fyrir alla fædda 2004 og fyrr

  • Við inngang í hús 2 (neðri salinn) skiptist húsið í tvö hólf

  • Annars vegar inngangur fyrir áhorfendur á áhorfendasvæði

  • Hins vegar inngangur fyrir keppendur á keppnissvæði og upphitunarsvæði


Keppendur og þjálfarar :

  • Grímuskylda er fyrir alla keppendur fædda 2004 og fyrr nema við upphitun og keppni eða ef hægt er að tryggja 2 metra fjarlægð við ótengda aðila.

  • Keppendur nota salerni í búningsklefum.

  • Aðstaða til upphitunar verður fyrir aftan gráa tjaldið á laugardegi og sunnudegi

  • Einungis keppendur, þjálfarar, dómarar og starfsfólk mega vera á keppnissvæði.

  • Allir keppendur skulu spritta hendur fyrir og eftir hvern leik.


Áhorfendur :

  • Grímuskylda er fyrir alla í stúku öllum stundum

  • Aðeins munu 150 áhorfendur geta verið hverju sinni

  • 1 metra fjarlægð skal haldið milli ótengdra aðila á alla kanta. Á við um börn og fullorðna.

  • Áhorfendur nota salerni í neðri sal

  • Hvorki verður boðið upp á veitingasölu né kaffi á mótinu


Yfirdómari mótsins er Laufey Sigurðardóttir

Mótsstjóri er Kristján Daníelsson


Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja má finna hér > https://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament?id=6BB49243-7BFF-4495-9591-D35BA92D0E5A


Athugið að tímasetningar eru alltaf til viðmiðunar og gætu raskast ef mikið verður um langa leiki.

611 views0 comments

Comments


bottom of page