Meistaramót Badmintonfélags Hafnarfjarðar og RSL verður haldið í Íþróttahúsinu við Strandgötu dagana 18.- 20. nóvember 2022. Mótið er hluti af mótaröð BSÍ og gefur stig á styrkleikalista sambandsins.
Keppt verður í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik í eftirtöldum deildum:
• Úrvalsdeild
• 1. deild
• 2. deild
Keppt verður í riðlum þar sem tveir komast áfram í útsláttarkeppni í öllum greinum og flokkum ef mögulegt er vegna fjölda skráninga.
Reikna má með að keppni í einliðaleik verði á föstudag og laugardag en tvíliða- og tvenndarleikir á laugardag og sunnudag.
Dagskrá verður birt mánudaginn 14. nóvember.
Skráningarfrestur rennur út fimmtudaginn 10. nóvember. Skráningar skulu sendar á excel skráningarformi BSÍ á netfangið bh@bhbadminton.is.
Mótsgjöld eru 4.000 krónur á mann í einliðaleik og 3.000 krónur á mann í tvíliða- og tvenndarleik. Glæsileg verðlaun að venju frá samstarfsaðilum BH og spilað á keppnismottum félagsins.
Badmintonfélag Hafnarfjarðar badmintonfelag.is
Nánari upplýsingar veitir: Anna Lilja s. 868 6361
Σχόλια