top of page
Search
bsí

Meistaramót BH og RSL í Strandgötu um helgina

Helgina 12.-14.nóvember fer Meistaramót BH og RSL fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Mótið er hluti af mótaröð Badmintonsambands Íslands og mun flest af besta badmintonfólki landsins taka þátt, samtals 91 keppendandi.

Áætluð Dagskrá Föstudagur 12.nóvember kl. 17:00-21:30 - Spilað fram í undanúrslit í einliðaleik í öllum flokkum - hreinn útsláttur Laugardagur 13.nóvember kl. 9:30-12:00 - Undanúrslit og úrslit í einliðaleik kl.12:00-18:30 - Tvenndarleikur - riðlar þar sem efstu tvö lið komast áfram í útsláttarkeppni Sunnudagur 14.nóvember kl. 10:00-17:30 - Tvíliðaleikur - riðlar þar sem efstu tvö lið komast áfram í útsláttarkeppni Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja má finna hér á tournamentsoftware.com. Sóttvarnir Grímuskilda er í húsinu utan badmintonvallanna ef ekki er hægt að tryggja 1 metra fjarlægð við ótengda. Leikmenn skulu þvo eða spritta hendur fyrir og eftir hvern leik. Spritt brúsar verða aðgengilegir víðsvegar í húsinu. Salerni og búningsaðstaða fyrir keppendur er í búningsklefum. Áhorfendur nota salerni í kjallara. Áhorfendur Áhorfendur eru leyfðir á mótinu en þeir þurfa að skrá sig með nafni, kennitölu og símanúmeri við komuna í húsið ásamt því að bera grímu. Áhorfendur ganga inn um innganginn sem snýr að kirkjunni og fara þaðan beint upp í áhorfendastúku. Áhorfendur skulu nota salerni í kjallara. Þau sem eru með einhver covid lík einkenni eru hvött til að halda sig heima og nýta þess í stað beina útsendingu á vefnum. Bein útsending Boðið verður uppá beina útsendingu frá öllum völlum á mótinu á Youtube rás Badmintonfélags Hafnarfjarðar. Einnig verða lifandi úrslit á livepoints.net.



144 views0 comments

Comments


bottom of page