top of page
Search
laufey2

Meistaramót ÍA 2023, verður haldið í TBR húsunum, Reykjavík, 21.-22.október.

Ákveðið hefur verið að halda Meistaramót ÍA 2023 í TBR húsunum í Reykjavík helgina 21. - 22. október.


Áður var búið að auglýsa frestun á mótinu um óákveðinn tíma en þar sem TBR bauð ÍA húsið hjá sér þá getur mótið farið fram á réttum tíma en á öðrum stað.


Keppt verður í Úrvalsdeild, 1. deild og 2. deild. Keppt verður í öllum greinum í öllum deildum ef næg þátttaka fæst.

Keppnisfyrirkomulag: riðlar í einliðaleik og útsláttur í tvíliða- og tvenndarleik.


Þátttökugjald er kr. 3500 í einliðaleik og kr. 3000 pr. mann í tvíliðaleik og tvenndarleik.


Skráningu lýkur föstudaginn 13. okt. 2023.


ATH. aðeins tekið á móti skráningu á exel skjali (BSÍ formið)

Skráningar sendist á netfangið badminton@ia.is


f.h. Badmintonfélags Akraness


Helena Rúnarsdóttir s. 849-7102


106 views0 comments

Comentarios


bottom of page