Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar verður haldin í Banská Bystrica í Slóvakíu 24. -30. júlí n.k.
ÍSÍ skipuleggur þessa ferð og er stór hópur frá Íslandi að fara taka þátt á leikunum í ár. Ísland á keppendur í badminton, fimleikum, frjálsíþróttum, hjólreiðum, sundi, handknattleik, júdó og tennis.
Lilja BU og Máni Berg Ellertsson voru valin af landsliðsþjálfara til að keppa fyrir hönd Íslands í badminton. Þau munu keppa í einliðaleik og tvenndarleik. Brynja Kolbrún Pétursdóttir fer út með þeim sem þjálfari/flokkstjóri.
Það hefur verið dregið í mótið og ljóst er að þau mæta verðugum andstæðing í tvenndarleik, Dönum sem eru raðaðir númer fimm í mótið.
Riðlafyrirkomulag er í einliðaleiknum, og hér má sjá hvaða andstæðingum Máni og Lilja mæta;
Við óskum Lilju og Mána góðrar ferðar og góðs gengis og hlökkum til að fylgjast með þeim!
Comments