Leiknir í Reykjavík hefur nýlega fengið úthlutað vilyrði fyrir tímum í íþróttahúsinu í Austurbergi og Fellaskóla til að stunda badminton og er hugmyndin er að hafa þá aldurskipta fyrir unglinga og fullorðna. Eins og staðan er í dag þá eru skráðir á viku; 2 tímar fyrir börn/unglinga og 1 tími fyrir fullorðna og er hugmyndin er að hafa þetta opið fyrir almenning en ekki sem keppnisíþrótt til að byrja með.
Leiknir leitar að áhugasömum til að aðstoða við við umsjón með tímunum.
Umsjón fælist í uppsetningu á netum og frágangi á búnaði, leiðbeiningar, umsjón tíma og skráning iðkenda.
Greitt yrði fyrir þessa umsjón.
Áhugasamir get haft samband við framkvæmdastjóra félagasins, Stefán Pál í síma 694 9525 eða tölvupóst leiknir@leiknir.is
コメント