top of page
Search
bsí

Landslið Ísland keppir á Evrópumóti í Sviss


Landslið Íslands í hélt til Sviss í dag ásamt Helga Jóhannessyni landsliðsþjálfara til að taka þátt í undakeppni evrópumeistaramóts blandaðra liða eða European Mixed Team Championship Qualifications sem fer fram í Zurich 15. og 16. desember.


Liðið skipa Arna Karen Jóhannsdóttir, Daníel Jóhannesson, Davíð Bjarni Björnsson, Júlíana Karitas Jóhannsdóttir, Róbert Ingi Huldarsson og Sólrún Anna Ingvarsdóttir.


Eftir ferðalag dagssins sameinaðsti hópurinn og tók æfingu í keppnishöllinni en keppni hefts á fimmtudaginn 15. des.


Leikið eru í tveimur riðlum og spilar Ísland við Spán og Sviss, en sigurvegarar riðlanna keppa sín á milli um sæti í úrslitakeppni evrópumótsins sem fram fer í Frakklandi í febrúar.


Leikir Íslands:

Fimmtudaginn 15. des - 14.00 Spánn vs Ísland

Föstudaginn 16. des - 14.00 Sviss vs Ísland


Hægt verður að fylgjast með leikjum landsliðsins á Youtube rás Swiss Badminton

306 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page