top of page
Search
bsí

Kári úr leik í Jamaíka


Mynd frá Evrópumeistaramóti karlalandsliða sem fram fór í febrúar.



Kári Gunnarsson er nú staddur í Jamaíka þar sem hann tók þátt í VI Jamaica International 2020 en mótið er hluti af International Series mótaröðinni og gefur stig á heimslistann. Kári varð fyrir því óláni að veikjast rétt fyrir mót og spilaði veikur. Í fyrstu umferðinni mætti hann heimamanninum Che Alexander Beckfort og vann Kári þann leik örugglega 21-8 og 21-7. Í 16 manna úrslitum mætti hann öðrum heimamanni, Samuel O'Brien Ricketts en hann er í 181.sæti heimslistans en Kári í 139.sæti. Kári hefur áður mætt Samuel en það var í ágúst í fyrra á X Internacional Mexicano 2019 mótinu þar sem Kári vann 21-7 og 21-18. Kári þurfti því miður að játa sig sigraðan í gær 10-21 og 15-21.

Nánari úrslit frá mótinu má finna hér.


Næsta mót hjá Kára verður í Tékklandi dagana 12. - 15. mars en þar tekur hann þátt í KaBal International Karviná 2020.

76 views0 comments

Comments


bottom of page