top of page
Search
bsí

Kári úr leik í Bandaríkjunum




Kári Gunnarsson tók þátt í 2019 Yonex/K&D Graphics International Challenge mótinu sem fram fór í Orange County í Bandaríkjunum. Mótið gefur stig á heimslistann og var þetta síðasta mótið sem Kári keppir í á þessu ári.

Kári mætti í fyrstu umferð mótsins Riki Takei frá Japan en Riki vann sig inn í mótið úr forkeppninni. Riki Takei er sem stendur í 675.sæti heimslistans en hann er ungur að árum en hann er fæddur árið 2003. Riki vann fyrri lotuna 21-16 og þá seinni 21-19. Seinni lotan var gríðarlega jöfn þar sem jafnt var á öllum stigum til 15-15 en þá náði Riki tveggja stiga forskoti og hélt því út lotuna. Kári er sem stendur í 146.sæti heimslistans í einliðaleik karla en nýr listi kemur út í næstu viku. Nánari úrslit frá mótinu má finna með því að smella hér.


66 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page