Setmót unglinga 2024 fer fram í KR heimilinu helgina 12 - 13 október 2024.
Mótið er einliðaleiksmót fyrir U9 - U19. Keppt verður í riðlum.
Keppt verður í U9 - U11 (strákar og stelpur saman, ekki kynjaskipt) þar sem allir fá 2-3 leiki, ein lota hver leikur og allir fá viðurkenningu (spilað með plastboltum).
Í U13 - U19 verður keppni kynjaskipt.
Þátttökugjald er 1.500 kr.
Keppni hefst á laugardeginum 12. október kl. 9, með keppni í U9 og U11.
Skráningu skal senda á badminton@kr.is, á exelskjali.
Loka skráningardagur er mánudagurinn 7. október 2024.
Comments