top of page
Search
bsí

Kári úr leik á Ítalíu




Kári Gunnarsson spilaði í dag í forkeppninni í einliðaleik á alþjóðlega mótinu Decathlon Perfly Italian International 2019 en mótið er hluti af International Challenge mótaröðinni og gefur stig á heimslistann.

Kári mætti Daniel Nikolov frá Búlgaríu í fyrstu umferð forkeppninnar. Daniel er í 176.sæti heimslistans en Kári situr í 143.sæti listans. Daniel vann fyrstu lotuna 25-23 og þá seinni 21-14. Síðasta mót Kára verður í Bandaríkjunum eftir rúma viku.


Hér má sjá frekar úrslit frá mótinu á Ítalíu.

57 views0 comments

Comments


bottom of page