Jólamót unglinga 2024 verður haldið í TBR húsum laugardaginn 21. desember n.k.
Mótið hefst kl. 10.00 með keppni í U13.
Nánari upplýsingar um tímasetningar á öðrum flokkum verða birtar þegar skráning liggur fyrir.
Keppt verður í einliðaleik í A- og B flokki sem hér segir:
• Hnokkar / tátur fædd 2012 og síðar
• Sveinar / meyjar fædd 2010 og 2011
• Drengir / telpur fædd 2008 og 2009
• Piltar/stúlkur 2006 og 2007 J
Mótsgjald er 3.000kr pr. leikmann
Keppt er í riðlum!
Skráningu lýkur sunnudaginn 15. desember
og skal skila henni á staðalformi BSÍ – Excel skjali á tbr@tbr.is.
Comments