top of page
Search
bsí

Indónesía Open fer fram í vikunni



Þessa vikuna fer fram eitt af þremur risa mótunum (Super 1000) í alþjóða BFW mótaröðinni Indónesía Open. Í dag fóru fram 4 liða úrslit og er mikið um óvænt úrslit þar sem heimslistinn er ennþá í mótun eftir að vera búinn að vera í hálfgerðu frosti síðustu ár út af Covid. Flest stóru nöfnin í badminton heiminum taka þátt í þessu móti og eru allir leikir sýndir í beinni útsendingu á Youtube á meðfylgjandi tengli:


Í einliðaleik karla hefur Viktor Axelsen verið nánast óstöðvandi undanfarið tapaði ekki lotu í síðasta móti og vann alla leiki sína fyrir Danmörku í Thomas cup mótinu í maí.

Rasmus Gemke frá Danmörku átti stórleik í fyrstu umferð og vann goðsögnina Kento Momota frá Japan, en Momota hefur ekki alveg náð upp fyrri styrk eftir alvarlegt bílslys sem hann lenti í á leið á flugvöll eftir badmintonmót árið 2020. Gemke á leik í 4 liða úrslitum síðar í dag þegar þetta er skrifað

Í einliðaleik kvenna eru kínversku stelpurnar að koma mjög sterkar inn eftir Covid pásuna, hin unga An Se Young og Akane Yamaguchi sem mættust í úrslitum á síðasta risamóti All England duttu báðar út á móti kínverskum stelpum sem ekki var styrkleikaraðað inn í mótið.

Í tvíliðaleiknum var mjög áhugaverður leikur í fyrstu umferð þar sem Marcus Gideon og Kevin Sukamolijo mættu samlöndum sínum en þeir eru 42 ára gamlir og ótrúlegt að tvíliðaleiks par á þeim aldri komist inn á mótið. En Gideon og Sukamolijo eru ekki alveg komnir á sama hraða og þeir voru fyrir covid og virðast vera vilja litlir í sínu spili þessa dagana. Nýtt par frá Indónesíu Kusu.... og Rambitan átti svakalega flotta leiki á mótinu og voru í dag komnir í 20-18 í oddalotu á móti Malasíu þegar Rambitan slítur líklegast krossband í hné. Hann rétt stendur af sér leikinn en þeir ná ekki stigi með bara einn hreyfanlegan leikmann á vellinum og tapa leiknum.

Í tvenndarleiknum eru Kínverjarnir einnig að koma mjög sterkir inn aftur, en aldrei má afskrifa titilhafana frá All England mótinu Yuta Watanabe og Arisa Higashino frá Japan sem sýndu einn besta tvenndarleik til margra ára á úrslitum þess móts. Yuta Watanabe var einn besti tvíliðaleiksspilari karla áður en félagi hans Hiroyki Endo lagði skóna á hilluna. Watanabe er með ein bestu felu dropp af leikmönnum í heimsmótaröðinni og einnig með einstaklega flottan varnarleik. Leikirnir með honum eru einstaklega skemmtilegir á að horfa þar sem hann er hoppandi og skoppandi um allan völlinn, hann notar gríðalegan stökkkraft sinn til að ná að spila frábæran leik sem aftari vallar spilari sem er aðeins 167cm á hæð.

54 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page