Helgi Jóhannesson landsliðsþjálfari Badmintonsambands Íslands hefur valið 41 leikmann í afrekshóp 2022. Einnig hefur verið valið í hópa U11 - U17.
Í þetta sinn var fallið frá umsóknarferlinu sem hefur verið við lýði undanfarinn ár og var farið þá leið að velja í afrekshóp. Er þetta gert vegna þess að síðasta ár hefur verið óvanalegt vegna faraldursins og haft veruleg áhrif á landsliðs-og afreksstarf sambandsins eins og annarra íþróttasambanda. Þó umhverfið í dag sé ekki gott þá vonumst við til þess að 2022 verði árið sem við getum aftur farið að taka þátt í alþjóðlegu afreksstarfi og hefst það með Iceland International 27-30 Janúar á Íslandi og þáttöku í Evrópukeppni liða, kvenna og karla í ferbrúar í Finnlandi sem er undankeppni Thomas & Uber Cup, heimsmeistarmót liða, kvenna og karla.
Hópurinn er stór og þverskurður af okkar bestu leikmönnur, bæði ungum og reynslumeiri. Ekki er ólíklegt að hópunum verði skipt upp vegna stærðar.
Badmintonsamband Íslands stefnir einnig á ráðningu íþróttastjóra til að efla afreksstarf sambandsins, styðja verkefni landsliðsþjálfara, æfingabúða, keppnisferða ásamt því að efla útbreiðsluverkefni sambandsins.
Auðvitað veltur þetta allt á umhverfi okkar og framlagi afrekssjóðs ÍSÍ til sambandsins, en sambandið stendur vel og stefnir á öflugt afreksstarf árið 2022.
Nánari upplýsingar má sjá á vef badminton.is undir Afreksmál 2022
Nánari upplýsingar gefur Helgi Jóhannesson, landsliðsþjálfari
helgi@badminton.is
Með Kveðju
Stjórn Badmintonsamands Íslands
Afreksnefnd Badmintonsambands Íslands
Helgi Jóhannesson, landsliðsþjálfari Badmintonsambands Íslands
Commentaires