top of page
Search
laufey2

GRÍSLINGAMÓT ÍA 2024, 14. JANÚAR

Grislingamót Badmintonfélags Akraness verður haldið sunnudaginn 14. janúar n.k. í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum.

 

Mótið er ætlað krökkum fæddum 2013 og síðar. Krökkunum verður skipt upp í lið og verður haldin skemmtileg keppni milli liða í einliðaleik.

 

Keppt verður í U9 flokki (2015 og síðar) og U11 flokki (2013-2014) ef næg þátttaka fæst.

 

Gert er ráð fyrir að U9 spili kl. 10-12 og U11 spili kl. 13-15. En tímasetningar koma betur í ljós þegar skráningar hafa borist.

 

Mótsgjaldið er 1000 krónur pr. Keppanda, allir fá þátttökuverðlaun.

 

Við munum svo óska eftir aðstoð við yfirlestur þegar búið að er raða í liðin svo liðin séu jöfn að styrkleika.

 

 

ATHUGIÐ að íþróttahúsið á  Jaðarsbökkum er hnetu- og fiskfrítt svæði og eru harðfiskur, Collab og allar vörur sem innihalda hnetur bannaðar í húsinu. Vörur sem innihalda hnetur eru t.d Corny og flestar orkustangir, margar tegundir af kexi, Nutella, hnetusmjör og fleira.

 

Badmintonfélags Akraness

Helena Rúnarsdóttir s. 8497102



 

59 views0 comments

Recent Posts

See All

Commenti


bottom of page