Grislingamót Badmintonfélags Akraness verður haldið sunnudaginn 8. janúar n.k. í íþróttahúsinu við Vesturgötu.
Mótið er ætlað krökkum fæddum 2012 og síðar. Krökkunum verður skipt upp í lið og verður haldin skemmtileg keppni milli liða í einliðaleik.
Keppt verður í U9 flokki (2014 og síðar) og U11 flokki (2012-2013) ef næg þátttaka fæst.
Gert er ráð fyrir að U9 spili kl. 10-12 og U11 spili kl. 13-15. En tímasetningar koma betur í ljós þegar skráningar hafa borist.
Mótsgjaldið er 1000 krónur. Allir krakkar fá glaðning fyrir þátttökuna.
Vinsamlegast sendið þátttökutilkynningar í tölvupósti til Badmintonfélags Akraness á netfangið badminton@ia.is ekki síðar en fimmtudaginn 5. janúar.
Vinsamlega skilið skráningu í styrkleikaröð. Við munum svo óska eftir aðstoð við yfirlestur þegar búið að er raða í liðin svo liðin séu jöfn að styrkleika.
ATHUGIÐ að íþróttahúsið við Vesturgötu er hnetu- og fiskfrítt svæði og eru harðfiskur, Collab og allar vörur sem innihalda hnetur bannaðar í húsinu. Vörur sem innihalda hnetur eru t.d Corny og flestar orkustangir, margar tegundir af kexi, Nutella, hnetusmjör og fleira.
Comentarios