Gabríel Ingi Helgason úr BH tekur þátt í Evrópumeistaramóti unglinga í Belgrad í Serbíu.
Einstaklingskeppnin hefst 22. ágúst og mun Gabríel Ingi fljúga út til Serbíu á morgun.
Gabríel Ingi mætir Ziga Podgorsek frá Slóveníu í fyrsta leik.
Niðurröðun, leikir og úrslit í einstaklingskeppninni eru birt hér:
Leikirnir verða sendir út í beinu streymi á: www.badmintoneurope.tv
Við óskum Gabríel Inga góðs gengis og hlökkum til að fylgjast með honum í mótinu!
Comments