top of page
Search
annamargret5

Frábær æfingahelgi á Laugarvatni

Æfingabúðir BSÍ fóru fram helgina 20.-22. maí á Laugarvatni og voru 22 leikmenn valdir til þátttöku í búðunum.


Hópurinn samanstóð af reyndum spilurum í bland við unga og efnilega leikmenn.


Anders Thomsen var gestaþjálfari æfingabúðanna og var mikil ánægja með hann hjá bæði leikmönnum og þjálfurum. Þess má geta að Anders er þjálfari Carolina Marin sem hefur unnið Ólympíu- heims- og Evrópumeistaratitla Þau hafa unnið saman í um 15 ár og hann hefur þjálfað hana síðan hún var 14 ára gömul og gerir enn í dag.


Anders ásamt stelpuhópnum


Helgin samanstóð af fjórum badmintonæfingum á dag, tvær fyrir stelpurnar og tvær fyrir strákana. Þrír fyrirlestrar, heimildamynd, sund, hverabrauð, Fontana, speedminton og góðum mat.


Hér getur að líta dagskrá helgarinnar sem var þétt



Snarl á milli æfinga


Helgin endaði á Speedmintonmóti úti í góða veðrinu


Leikmenn voru alveg til fyrirmyndar og gekk allt eins og í sögu. Takk fyrir góða helgi!

193 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page