Kenneth Larsen landsliðsþjálfari Íslands hefir valið þau verkefni og æfingabúðir sem framundaundan eru á árinu 2023:
Evrópumót U17 Litháen
Nú stendur yfir Evrópumót U17 í Vilníus í Litháen þar sem Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir TBS og Stefán Logi Friðriksson BH taka þátt fyrir Íslands hönd í einstaklingskeppni mótsins.
Heimsmeistaramót U19 í Bandaríkjunum 25-30. september
HM U19 verður í Spokane í Washington á vesturströnd Bandaríkjanna, 25-30 september og verður tekið þátt í liðakeppni mótsins. Búið er að draga og verður Ísland í riðli með Tælandi, Bandaríkjunum, Slóveníu og Perú. Valdir verða 8 leikmenn og verður valið tilkynnt 11. ágúst 2023.
Æfingabúðir 7-10. september
Kenneth Larsen og Kjartan Ágúst Valson verða með æfingabúðir ásamt þvi að þjálfaranámskeið verður haldið samhliða. Verða æfingabúðirnar í þetta skiptið bæði í TBR og BH.
Small State og Europe - Team Championship á Möltu 3-5. nóvember.
Nýtt verkefni sem hefur verið í undirbúningi í nokkur ár er loksins orðið að veruleika, en nokkrar þjóðir hafa tekið sig saman og sett á liðakeppni. Mótið verður haldið á Möltu en þetta er óformlegt mót en stefnt er að því að þetta mót verði stærra í framtíðinni. Valdir verða 6-8 leikmenn í þetta verkefni eftir æfingabúðirnar sem haldnar verða í september. En þáttökuþjóðir eru Malta, Kýpur, Færeyjar, Grænland, Monakó, Gíbraltar, Lichtenstein og Isla og Man(Mön) verður gestaþjóð.
Undankeppni Evrópumóts karla og kvenna - Desember
Verður haldin í dember en ekki er komið í ljós hvar, en möguleiki er að keppnin verður á mismunandi stöðum. valdir verða 3-4 leikmenn í hvort verkefnið. Karlar eru í riðli með Englandi, Sviss og Svíþjóð en konur eru í riðli með Þýskalandi, Englandi og Noregi.
Æfingabúðir október og desember
Kenneth Larsen og Kjartan Ágúst Valson verða með æfingabúðir fyrir keppnishópa BSÍ ásamt þvi að þjálfaranámskeið verður samhliða.
Comments