top of page
Search
bsí

Evrópumeistaramótið hefst á þriðjudag


Evrópumeistaramót einstaklinga 2021 hefst þriðjudaginn 27.apríl en mótið er haldið í Kyiv, Úkraínu að þessu sinni.

Kári Gunnarsson er eini íslendingurinn sem tekur þátt á EM en hann keppir í einliðaleik karla. Kári spilar í 32 manna úrslitum á þriðjudaginn en hann mætir Christian Kirchmayr frá Sviss.

Kári er sem stendur í 140. sæti heimslistans en Christian er í 135. sæti listans og er því ljóst að leikurinn verður mjög jafn. Kári og Christian hafa einu sinni áður mæst en það var á European Games árið 2019 en þá hafði Christian betur eftir oddalotu 13-21 , 21-17 og 21-18.


Allir leikir á Evrópumeistaramótinu verða í beinni útsendigu frá youtube rás Badminton Europe en link á hana má finna hér.


Frekari niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja má finna hér.




70 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page