Evrópumeistaramót U15 hefst á morgun í Liévin í Frakklandi og á Ísland 4 þátttakendur á mótinu og er þetta í fyrsta sinn sem Ísland sendir keppendur á þetta mót.
Fjórir íslenskir leikmenn muna taka þátt en það eru :
Einar Óli Guðbjörnsson TBR
Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH
Lilja Bu TBR
Máni Berg Ellertsson ÍA
Halla Stella mun mæta Johönku Ivanovicou frá Slóvakíu kl 09:10 á íslenskum tíma. Lilja Bu mun mæta Leiu Glaude frá Belgíu kl 12:10. Einar Óli mun mæta Andrei Schmidt frá Eistlandi kl 10:30 og Máni Berg mun spila annað hvort við Liano Panza frá Sviss eða Marco Danti frá Ítalíu kl 11:00.
Með því að smella hér má sjá nánari niðurröðun í mótinu og eins tímasetning og úrslit einstakra leikja.
Comments