
Um síðastliðna helgi hélt Badmintonsamband Íslands æfingabúðir fyrir landsliðshópa sína. Samhliða æfingunum stóð BSÍ fyrir endurmenntun þjálfara, en sambandið hefur tekið þá stefnu að bjóða upp á endurmenntun/ fræðslu fyrir badmintonþjálfara í hvert sinn sem landsliðsþjálfarinn okkar, Kenneth Larsen, kemur til landsins.
Að þessu sinni var viðfangsefnið: „How to Create the Optimal Learning Environment for Athletes“ – eða hvernig við sem þjálfarar getum mótað umhverfi sem styður best við framfarir íþróttafólks. Fyrirlesturinn fjallaði um lykilþætti sem stuðla að árangursríku námsumhverfi, bæði í tækni, taktík og hugarfari.
Þar sem efnið átti við allar íþróttagreinar bauð BSÍ einnig öðrum sérsamböndum ÍSÍ að koma og fylgjast með og deila sinni reynslu.
Comments