Elsa Nielsen og Drífa Harðardóttir eru komnar í úrslit í tvíliðaleik kvenna í flokki 40-44 ára á heimsmeistaramóti öldunga í badminton sem haldið er á Spáni. Elsa og Drífa sigruðu Mhairi Armstrong og Suzanne Brewer frá Englandi örugglega 21-9 og 21-14. Á morgun mæta þær Dongsoon AN og Eunsil Kim frá Kóreu. Leikur þeirra veðrur líklga á milli 13.00 - 15.00 á morgun laugardag á velli 6.
Drífa Harðardóttir er einnig komin í úrtslit í tvenndarleik með dananum Jesper Thomsen and Drífa og Jesper sigruðu Mark Constable og Lynne San frá Englandi 21-11 og 21-9. Þau munu mæta Alex Marritt og Rebeccu Pantaney en þeim er raðað númer 1 í mótið að þessu sinni. Leikur þeirra hefst kl. 10.00 á morgun laugardag á velli 6.
Broddi Kristjánsson varð að játa sig sigraðan í undanúrslitum í dag gegn Chang Wen Sung frá Chinese Taipei en leikur fór 21-16 og 21-10. Broddi lendir því í þriðja sæti og er Brons á HM Senior niðurstaðan.
Tímasetningar fyrir úrslitadaginn eru ekki komnar en hægt er að fylgjast með úrslitum, tímasetningum og á hvaða velli er spilað hér...https://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament...
Einnig er bein útsending á YouTube hjá Badminton Spain... https://www.youtube.com/c/B%C3%81DMINTONSPAIN
Comments