Badmintonsamband Íslands heldur dómaranámskeið fyrir verðandi dómara föstudaginn 4. október 2024 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.
Námskeiðið hefst klukkan 18:00 og stendur til 19:30 - 20:00.
Kennari námskeiðsins er Laufey Sigurðardóttir.
Eftir námskeiðið þurfa þátttakendur að dæma á a.m.k. þremur mótum til að klára námskeiðið og fá afhent dómaraskírteini.
Þátttaka tilkynnist með því að senda tölvupóst til laufey@badminton.is fyrir 30 september 2024.
Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Stjórn BSÍ vill biðja öll aðildarfélög sín að hvetja fólk til að koma á námskeiðið, nauðsynlegt er að fjölga í dómarahóp okkar.
Þau félög sem eiga leikmenn í U17 og U19 ára landsliðshópum BSÍ eru vinsamlegast beðin um að boða þá á námskeiðið. Biðjum við félögin að tilkynna um fjölda leikmanna sem mæta munu á námskeiðið.
Með von um góða þátttöku - Stjórn BSÍ
Upplýsingar um námskeiðið veitir
Laufey Sigurðardóttir
gsm. 867-6122
Comments