top of page
Search
laufey2

DEILDAKEPPNI BSÍ; LEIKIR 17, 21 og 23 apríl 2023 - Lokaleikir tímabilsins.

Deildakeppni BSÍ heldur áfram í kvöld 17. apríl með einum leik, tveir leikir eru föstudaginn 21 apríl og svo eru síðustu 3 leikir Deildakeppninnar sunnudaginn 23 apríl.


Verðlaunaafhending fyrir Deildakeppni BSÍ 2022 - 2023 verður laugardaginn 29 apríl 2023, á Meistaramóti Íslands sem verður haldið á Strandgötunni Hafnafirði. Stefnt er að því að veita verðlaunin um hádegið, áður en úrslitakeppni í Úrvalsdeild hefst. Nánari tímasetning verður auglýst síðar.


Mánudaginn 17. apríl er einn leikur í 2. deild;


ÍA keppir við TBR-Fiðrildi, um 5 - 6 sæti í 2. deild.


Leikurinn er kl. 19:00 og fer fram í íþróttahúsinu við Vesturgötu, á Akranesi


Föstudaginn 21. apríl eru tveir leikir, í Úrvalsdeild og 2. deild;


Í Úrvalsdeild keppir BH-B við BH-A


Leikurinn fer fram kl. 19:00 og er í Strandgötunni, Hafnafirði


Í 2. deild keppir TBR við BH-Ungir um 1 - 2 sætið í 2. deild.


Leikurinn fer fram kl. 18:15 í TBR húsinu, Reykjarvík


Sunnudaginn 23. apríl eru fjórir leikir, lokaleikir í öllum deildum. Allir leikirnir fara fram í Strandgötu, Hafnafirði;


Í Úrvalsdeild keppir BH-A við TBR, kl. 16:00.


Í 1. deild eru tveir leikir;

BH-ÍA-TBS vs TBR-UMFA Sleggjur, kl. 16:00

BH vs TBR-Týnda kynslóðin, kl. 16:00


Í 2. deild keppir UMFA við BH-Gamlir, um 3 - 4 sæti í 2. deild, kl. 18:00.



Við hvetjum badmintonáhugafólk til að mæta í íþróttahúsin og horfa á skemmtilega leiki.


75 views0 comments

Recent Posts

See All

Kommentare


bottom of page