Í dag fór fram síðasta viðureignin í Deildakeppni BSÍ 2023 - 2024 en þá fór fram seinni viðureignin í Úrvalsdeild. Badmintonfélag Hafnafjarðar sá um umgjörð viðureignarinnar og leikið var í íþróttahúsinu við Strandgötu.
Viðureignin var á milli BH og BH - ÍA og urðu úrslitin þau að BH - ÍA vann 5 - 0.
BH - ÍA vann báðar viðureignirnar og varð Íslandsmeistari félagsliða 2024.
BH - ÍA Íslandsmeistarar í Úrvalsdeild 2024
BH í 2. sæti í Úrvalsdeild 2024
Úrslit leikja í viðureigninni er hægt að finna á Tournament software og fleiri myndir á facebook síðu BH
Comments