Föstudaginn 12. janúar n.k. mun Badmintonfélag Hafnafjarðar halda Deildakeppnisdag þar sem önnur umferð, í 1. og 2. deild verður spiluð. Leikið verður í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnafirði.
Klukkan 17:15 verða spilaðar tvær viðureignir í 2.deild;
UMFA gegn Hamar og
BH-E gegn BH-R.
Klukkan 19:15 verða svo spilaðar þrjár viðureignir í 1.deild;
TBR-KR Sleggjur gegn BH-S,
UMFA-BH gegn ÍA og
BH-K gegn TBR-unglingar
Mikil spenna er fyrir því að hefja fara aftur af stað með deildakeppnistímabilið og vonandi fáum við marga spennandi og skemmtilega leiki. Hvetjum alla til að koma á Strandgötuna á föstudaginn og fylgjast með.
Comentarios