top of page
Search
laufey2

DEILDAKEPPNI BSÍ 2024 - 2025

Deildakeppni Badmintonsambands Íslands (BSÍ) í badminton er liðakeppni félaga innan vébanda ÍSÍ.


Mótsboð ásamt Deildakeppnisreglum voru send á öll aðildarfélög 30.september 2024.

 

Leikið skal samkvæmt reglum um Deildakeppni BSÍ.

 

Þátttökutilkynningar ásamt upplýsingum um nafn hvers liðs, nafnalista og fyrirliða skal skila á Excel formi og berast Badmintonsambandi Íslands eigi síðar en 21. október 2024 á netfangið deildakeppni@badminton.is


Við skráningu í lið skal miða við styrkleikalista fullorðinna frá 7. okt.´24 og þrátt fyrir að keppendur færist til á styrkleikalistanum þá fylgja þeir sínu liði út tímabilið.


Leikir verða sjö í öllum deildum (2MS, 1WS, 2MD, 1WD, 1XD). Raða þarf í styrkleikaröð í einliðaleik karla.

o   Fjöldi leikmanna í hverju liði þarf að vera að lágmarki sex (2 konur og 4 karlar).


Stefnt er að því að vera með 2 – 3 Deildakeppnisdaga yfir tímabilið (eftir fjölda liða)  þar sem leiknar verða 1 – 2 umferðir, í öllum riðlum og deildum. Þegar skráning liggur fyrir mun BSÍ vera í samráði við félögin um hverjir geti tekið að sér að halda deildakeppnisdag.


Þátttökugjald er 50.000 kr. á hvert lið.

 

Yfirdómari Deildakeppni BSÍ er Laufey Sigurðardóttir.

 

Með von um góða þátttöku.

Laufey Sigurðardóttir

Mótastjóri Badmintonsambands Íslands



185 views0 comments

Comments


bottom of page