Deildakeppni BSÍ 2023 - 2024 hefst sunnudaginn 3. desember 2023.
Eins og á síðasta tímabili fer keppnin fer fram yfir allt tímabilið en i ár verða haldnir sérstakir Deildakeppnisdagar.
Alls eru 12 lið skráð til keppni, sex í 1.deild, fimm í 2.deild og eitt í Úrvalsdeild. Í 1.deild eru liðin 6 í einum riðli, allir spila við alla og spilaðar verða 5 umferðir. Í 2. deild eru liðin 5 einnig í einum riðli, allir spila við alla og þar eru einnig spilaðar 5 umferðir. Því miður var aðeins eitt lið skráð í Úrvalsdeild og því er engin deild þar á þessu tímabili.
Afturelding heldur fyrstu Deildakeppnisdagana en fyrsta umferð, í 1. og 2. deild, fer fram 3. og 6. desember 2023 í íþróttahúsunum í Mosfellsbæ. Badmintonfélag Hafnafjarðar heldur umferð tvö, í báðum deildum, 12. og 14. janúar 2024 í Strandgötu, Hafnafirði. TBR heldur þriðja Deildakeppnisdaginn, í TBR húsunum í Reykjavík, sunnudaginn 11. febrúar 2023.
Áætlað er að verðlaunaafhending fari fram á Meistaramóti Íslands 25 - 28 apríl 2024.
Allar upplýsingar um mótið og liðin ná finna á;
og á heimasíðu BSÍ www.badminton.is ,undir Deildó.
Nánari upplýsingar um mótið veitir mótsstjóri og yfirdómari á deildakeppni@badminton.is
Comments