Mótsboð fyrir Deildakeppni BSÍ 2023 - 2024 hefur nú verið sent á öll aðildarfélög.
Skráningafrestur er til þriðjudagsins 24. október 2023, á netfangið deildakeppni@badminton.is
Stefnt er að því að vera með ákveðna deildakeppnisdaga, þar sem umferð er leikin í öllum riðlum og deildum. Þegar skráning liggur fyrir mun BSÍ vera í samráði við félögin um hverjir geti tekið að sér að halda deildakeppnisdag. Stefnt er að fyrsta deildakeppnisdeginum 10. - 12. nóvember ´23 (einn af þessum dögum).
Á heimasíðunni má sjá mótskrá út 2023 og mótaskrá 2024 þar sem eru mögulegir Deildakeppnisdagar (fjólublátt).
Þá hafa Deildakeppnisreglur verið uppfærðar þar sem m.a. er útlistað nánar hverjir mega spila í hvaða deild. Einnig var ákveðið að leyfa einn lánsmann á hverjum leikdegi, til að reyna koma í veg fyrir að leikir séu gefnir.
Mótsboðið og reglurnar verða settar á heimasíðuna, undir Deildó link.
Vonumst eftir góðri þátttöku og skemmtilegri keppni.
Laufey Sigurðardóttir
Mótastjóri BSÍ
Comments