top of page
Search
annamargret5

Davíð Bjarni og Kristófer unnu sterkt par á Opna sænska um helgina



Um liðna helgi fór fram Victor Swedish Open - International Series í IFU Arena í Uppsala Svíþjóð.


Davíð Bjarni og Kristófer mættu sterku tvíliðleiks-pari frá Svíþjóð í fyrstu umferð.

Þeir sigruðu svíana; 22-20 og 21-15.


Næst mættu þeir mjög sterku pari frá Danmörku þeim William Kryger Boe og Christian Faust Kjær sem unnu að lokum mótið.

Okkar strákar fengu 11 og 10 stig á móti þeim.


Það verður spennandi að fylgjast með Davíð Bjarna, Kristófer og öllu okkar helsta keppnisfólki keppa á næsta alþjóðlega móti sem hefst n.k. fimmtudag og verður haldið í Tennis- og badmintonfélagi Reykjavíkur (TBR).


Við hvetjum alla til að mæta í TBR 25.-28. janúar, upplifa badmintonstemninguna og styðja okkar fólk áfram!


63 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page