Fyrsta mót stjörnumótaraðar BSÍ 2022 - 2023, Einliðaleiksmót TBR, var haldið föstudaginn 2.september s.l.. Eingöngu var keppt í einliðaleik í Úrvalsdeild.
16 keppendur voru í karlaflokki og var það Daníel Jóhannesson TBR sem stóð uppi sem sigurvegari mótsins eftir að hafa unnið Róbert Inga Huldarsson BH í úrstlitum 21 - 19 og 21 - 18.
Í einliðaleik kvenna voru aðeins þrír keppendur skráðir til leiks og var þar keppt í einum riðli. Þar varð Lilja Bu TBR í fyrsta sæti og Sigríður Árnadóttir TBR í öðru sæti.
Hægt er að sjá öll nánari úrslit frá mótinu með því að smella hér.
Comentarios