top of page
Search
bsí

Daníel Jóhannesson og Drífa Harðardóttir eru badmintonfólk ársins 2021

Stjórn Badmintonsambands Íslands hefur valið Daníel Jóhannesson og Drífu Harðardóttir badmintonfólk ársins 2021

Daníel Jóhannesson er badminton-maður ársins árið 2021.Þetta er í fyrsta skiptið sem Daníel er valinn badminton-maður ársins. Daníel hefur spilað vel á árinu en hann varð íslandsmeistari í einliðaleik karla árið 2021 ásamt því að fá tvö silfurverðlaun í tvíliðaleik og tvenndarleik. Þetta var hans annar íslandsmeistaratitill en hann sigraði í tvíliðleik árið 2018. Hann var einnig efstur á stigalista bandminton-sambandsins í einliðaleik og tvenndarleik á árinu. Daníel hefur sigrað á öllu mótum ársins í einliðaleik.





Drífa Harðardóttir á farsælan feril að baki í badminton en þetta er í fyrsta skipti sem hún er valin badmintonkona ársins. Drífa er íslandsmeistari í tvíliðaleik og tvenndarleik árið 2021 og einnig heimsmeistari í tvíliðaleik og tvenndarleik í flokki 40-44 ára árið 2021. Drífa er búsett í Danmörku þar sem hún spilar í fyrir Hvidovre í dönsku deildinni. Drífa hefur 12 sinnum orðið íslandsmeistari í tvíliðaleik og tvenndarleik í badminton.

259 views0 comments

Comments


bottom of page