top of page
Search
bsí

Broddi, Elsa og Drífa í undanúrslit á HM Senior



Broddi Kristjánsson er komin í undanúrslit í einliðaleik á heimsmeistaramóti öldunga sem fer fram á Spáni. Broddi sigraði rússann Yuri Smirnov 18-21, 21-18 og 21-14. Broddi spilar við Chang Wen Sung frá Chinese Taipei. Broddi spilar á velli 6 en ekki er komin tímu á leik hans en líklega verður hann seinnipart dags.


Elsa Nielsen tapaði naumlega á móti Majken Asmussen frá Danmörku í spennandi leik. Elsa tapaði fyrstu lotu 21-19, vann svo aðra lotu 13-21, þriðja lotan var spennandi en leik með sigri Majken 21-20.


Elsa spilar í undanúrslitum með Drífu Harðardóttir, en Elsa og Drífa sigruðu Lindu og Ceciliu frá Svíþjóð nokkuð örugglega í dag 21-7 og 21-7. Leikurinn þeirra fer fram á velli 7 líklega um kl. 13.00.


Drífa og Jesper Thomsen sigruðu indverkst par öruggulega 21-9 og 21-13. Á morgun spila þau við Mark Constable og Lynn Swan frá Englandi. Leikurinn verður leikinn á velli 6 fyrir hádegi á morgun föstudag.


Hægt er að fylgjast með úrslitum, tímasetningum og á hvaða velli er spilað hér.. https://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament...


Einnig er bein útsending á YouTube hjá Badminton Spain... https://www.youtube.com/c/B%C3%81DMINTONSPAIN


Dagskráin í dag er ekki tímasett heldur er röð leikja á hverju velli vitað fyrirfram þannig að það er um að gerast að fylgjast vel þegar fer að koma að okkar fólki að spila.

387 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page